112 dagurinn 2020
Málsnúmer202002025
MálsaðiliBarnaverndarstofa
Tengiliður
Sent til
SendandiHalla Björk Marteinsdóttir
CC
Sent04.02.2020
Viðhengi
image003.jpg

 

 

 

112-dagurinn – örugg í umferðinni

 

112-dagurinn verður haldinn um allt land 11. febrúar næstkomandi eins og undanfarin ár. Samstarfsaðilar dagsins eru Neyðarlínan, lögreglan, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, slökkviliðin, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Rauði krossinn, Landhelgisgæslan, Barnaverndarstofa, Landlæknisembættið, Landspítalinn, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Vegagerðin, Samgöngustofa og Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.

 

Sjónum verður að þessu sinni beint sérstaklega að því hvernig við tryggjum öryggi og rétt viðbrögð við slysum og áföllum í umferðinni. Sérstök áhersla verður lögð á að vara við notkun snjalltækja undir stýri og tryggja öryggi og sýnileika vegfarenda sem ekki eru í bílum. Þá verður kastljósinu jafnframt beint að getu fólks til að bregðast við slysum og áföllum með því að leita sér aðstoðar í gegnum neyðarnúmerið, 112, og veita skyndihjálp og sálrænan stuðning uns sérhæfð aðstoð berst.

 

Á höfuðborgarsvæðinu munu viðbragðsaðilar tryggja sýnileika sinn og neyðarnúmersins með því að leggja viðbragðstækjum við fjölfarin gatnamót þegar umferð á svæðinu verður sem mest að morgni dags og síðdegis.

 

Gefið verður út aukablað með Fréttablaðinu 11. febrúar þar sem fjallað verður um efni dagsins frá ýmsum hliðum. Auk þess verður stuðlað að umfjöllun um efnið í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Þá fer fram kennsla um slysavarnir og skyndihjálp í grunnskólum.

 

Efnt verður til stuttrar athafnar í Björgunarmiðstöðinni Skógarhlíð þar sem veitt verða verðlaun í Eldvarnagetraun Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og tilkynnt hver skyndihjálparmaður Rauða krossins er þetta árið. Forseti Íslands flytur ávarp og afhendir viðurkenningar og Lögreglukórinn syngur nokkur lög.

 

Viðbragðsaðilar á hverjum stað eru hvattir til að ræða saman um sambærilegar aðgerðir í tilefni dagsins. Mjög æskilegt er að minnt verði á 112-daginn og efni hans í fjölmiðlum á svæðinu til dæmis með greinaskrifum og fréttum.

 

Vinsamlega hikið ekki við að hafa samband við undirritaða ef nánari upplýsinga er þörf. Okkur þætti jafnframt vænt um að fá upplýsingar um ef samstarfsaðilar 112-dagsins á svæðinu hyggjast vera með aðgerðir í tilefni dagsins.

 

 

Bestu kveðjur,

Halla Björk Marteinsdóttir, Barnaverndarstofu
The Goverment Agency for Child Protection in Iceland
Höfðaborg, Borgartúni 21, 105 Rvík
s. 530 2600
halla@bvs.is

 

Vinsamlegast athugið að þessi tölvupóstur og viðhengi hans eru eingöngu ætluð þeim sem tölvupósturinn er stílaður á og gætu innihaldið upplýsingar sem eru trúnaðarmál. Hafir þú fyrir tilviljun, mistök eða án sérstakrar heimildar tekið við tölvupósti þessum og viðhengjum hans biðjum við þig að fara eftir 5. mgr. 47. gr. laga um fjarskipti nr. 81/2003 og gæta fyllsta trúnaðar, hvorki lesa efni þeirra né skrá þau hjá þér né notfæra þér þau á nokkurn hátt og tilkynna okkur samstundis að þau hafi ranglega borist þér. Brot gegn þessu varða bótaábyrgð og refsingu skv. 74. gr. laganna.

Please note that this e-mail and its attachments are intended for the named addressee only and may contain information that is confidential and privileged. If you have by coincidence or mistake or without specific authorization received this e-mail and its attachments we request that you notify us
http://www.bvs.is